Tilboðsblað ágústmánaðar

Nú þegar haustar og fyrirtæki byrja að aðlaga sig að rekstri á Covid tímum þá er um að gera að fjárfesta í talíum til að auðvelda verkin.

  • Oft er hægt að nota talíu frekar en hendur og fækka smitflötum
  • Einn starfsmaður með talíu getur mögulega klárað verk sem fleiri þurftu að sinna áður – lengra milli starfsmanna

Síðan Fossberg hóf sölu á INSIZE mælitækjum höfum við geta boðið vönduð rennimál á mjög hagstæðu verði og í tilboðsblaði ágústmánaðar sýnum við þau fjögur vinsælustu.

Fyrr á þessu ári undirrituðum við samning við Karnasch um umboð á þeirra vörum á Íslandi og erum hægt og rólega að fjölga vörum frá þeim. Eitt það sem við erum hrifnastir af frá þeim eru töskur fyrir kjarnabora. Nú bjóðum við klæðskerasaumuð Kjarnaborasett, þú velur hvaða bora þú vilt setja í þitt sett og hvort þú vilt kaupa þá alla strax eða fylla boxið hægt og rólega eftir því sem þörf er á. Töskurnar og stakir borar í þær eru lagervara og alltaf hægt að líta við og raða í sína tösku.

  • Í ágúst er kynningartilboð á töskum og kjarnaborum.

Vissir þú að við eigum MESTA ÚRVAL LANDSINS af Bahco bitasettum og toppasettum? Brot af úrvalinu má sjá á baksíðu tilboðsblaðsins.

Vissir þú líka að í lok júlí tókum við í notkun flottasta bitabar landsins og nú getur þú keypt þá bita sem þig vantar í þitt bitasett allt eftir því hvaða bita þig vantar. 1 biti eða 3? Torx eða Robberts? Allt til og algengustu gerðir í stykkjavís.

Eki nóg með það heldur eigum við líka ryðfría bita fyrir þá sem eru mest að skrúfa í ryðfríar skrúfur go vilja tryggja að engar agnir úr skrifúbitanum skemmi fyrir og myndi litlar ryðdoppur í bitasætinu á skrúfunni.

Allt þeta og meirta til í ilboðsblaði ágústmánaðar má sjá með því að smella hér