Saga Fossberg er rótgróin í verslunarþróun Íslands.
Stofnandi þess var Gunnlaugur Jónsson Fossberg, fæddur árið 1891 á Skálarhnjúki í Gönguskörðum, Staðarhreppi, Skagafirði.
Gunnlaugur stofnaði Fossberg árið 1927 og gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækisins fyrstu 22 árin.

Með honum þessi ár var Bjarni R. Jónsson, sem tók við framkvæmdastjórn af Gunnlaugi,
en hann átti einnig hlut í fyrirtækinu sem var í upphafi gefið nafnið G.J. Fossberg Vélaverzlun.

Fyrstu höfuðstöðvar Fossberg voru í Hafnarstræti en fyrirtækið stoppaði stutt við þar og
flutti fljótt á Vesturgötu 3 og var verslunin starfrækt þar í tæp 40 ár.

Þegar Gunnlaugur fellur frá árið 1949 tekur Bjarni R. Jónsson formlega við framkvæmdarstjórastöðunni.
Hann var mikill foringi og var hann við stjórnvöldin næstu 40 árin.

Í upphafi árs 1965, undir forustu Bjarna og Ingólfs Péturssonar þáverandi verslunarstjóra
var verslunin flutt í Fossbergshúsið á Skúlagötu 63 og setti brag sinn á miðbæ
Reykjavíkur næstu 34 ár eða allt til ársins 1999.

Skúlagata 63. Hér var verslun Fossberg rekin í 34 ár.

Framkvæmdastjóra-skipti áttu sér stað í byrjun tíunda áratugsins þegar
Einar Örn Thorlacius tók við af Bjarna R. Jónssyni sem var kominn vel á níræðisaldur.
Undir stjórn Einars stækkaði fyrirtækið og var opnað útibú í Hafnafirði sem
og að ákveðið var að stækka aðalverslunina.

Það var í desember mánuði, rétt fyrir aldarmót að ráðist var í flutninga af Skúlagötunni
og var Suðurlandsbraut 14 næsti viðkomustaður verslunarinnar.

Suðurlandsbraut 14 (t.v) og útibú Fossberg í Hafnarfirði
Fljótlega uppúr síðustu aldamótum var Iselco hf. keypt og fyrtækið sameinað rekstri Fossberg.
Við það tilefni var nafni Fossberg breytt og stytt úr G. J. Fossberg Vélaverzlun hf í Fossberg ehf.

Snemma á nýrri öldu urðu aftur skipti í brúnni og Þórður Mar Sigurðsson
tekur við framkvæmdarstólnum af Einari árið 2002.

Tveimur árum seinna nánar tiltekið í september 2004 er verslunin flutt í núverandi húsnæði að Dugguvogi 6.

Fossberg, sem er eitt elsta fyrirtæki landsins, hafði alltaf verið í eigu sömu fjölskyldunnar
þar til í byrjun árs 2006 að ákveðið var að selja fyrirtækið.

Kaupendurnir voru tveir starfsmenn þess, Benedikt Jóhannsson og Grettir Sigurðarsson.

Benedikt, sem er ættaður úr Skagafirðinum eins og Gunnlaugur stofnandi Fossberg tók við
framkvæmdarstöðunni af Þórði síðla árs 2005 og hafði áður starfað sem sölustjóri frá árinu 2002.

Grettir Sigurðarsson, sem er ættaður að austan, hefur starfað sem sölumaður hjá Fossberg frá árinu 2003.

Fossberg er í dag hluti af Fagkaup ehf, kennitala 670169-5459, VSK nr. 11784