Óbreytt hjá Fossberg

Þar sem fyrirtæki keppast nú við að láta vita af breytingum hjá sér í ástandinu sem nú er í flestum löndum hins vestræna heims langar okkur hjá Fossberg að fullvissa ykkur um að lífið heldur áfram, allavega hjá okkur.

Við höldum óbreyttum opnunartíma í verslun ásamt því að vöruafhending og útkeyrsla er með sama sniði. Bætum meira að segja í með því að bjóða fría heimsendingu af öllum pöntunum í netverslun sé keypt fyrir 10.000 eða meira.
Starfsfólk á skrifstofu vinnur flest heimanfrá sér til að fækka smitleiðum inn í fyrirtækið og sölumenn okkar sem ferðast hafa um landið ferðast nú bara í huganum og tala í símann.

Flestir okkar birgja hafa fullvissað okkur um að nóg sé til af vörum og sjálfir eigum við nú yfirleitt nokkra mánaða varabirgðir af öllu því helsta og því algjör óþarfi að hamstra.

Erum þessa dagana að kanna hvað er hægt að gera í að útvega meira af spritti og handhreinsi ásamt því að bíða spenntir eftir rykgrímum sem nýlega voru pantaðar og ættu að koma strax eftir mánaðarmót.

En, við vildum allavega láta ykkur vita að hjá Fossberg gengur lífið mestmegnis sinn vanagang fyrir utan hefðbundnar varúðarráðstafanir, hanskanotkun og sprittun.