Í síðustu viku fengum við loks til okkar fyrstu eintökin af NEMO GRABO sogskálinni.
Þetta er eitthvert það sniðugasta verkfæri sem við höfum séð í langan tíma. vélræn sogskál sem sýgur sig fast við nánast hvað sem er og lyftir allt að 170kg lárétt.
Hverju lyftir þetta?
- Gler
- Plast
- Steinar
- Hellur
- Flísar (einnig með gráofu eða fínu munstri))
- Krossviður
- Límtré
- Stál (einnig munstrað)
- Ryðfrítt stál
- Gips
- og í raun öllu sem er sæmilega flatt
Frauðkantur leggst vel upp að misfellum og inn í raufar til að tryggja góða festingu við nánast hvað sem er.
Hversu öruggt er haldið?
Mjög, og til að minnka líkur á slysum er þrýstingsmælir beintengdur í sogrýmið þannig að þú getur alltaf fylgst með hvort tækið heldur viðeigandi þrýsting. EF tækið er að tapa þrýsting þá hefurðu kveikt á því meðan þú ert að færa hluti til. Þetta á sérstaklega við um gljúp efni eins og hellur og timbur.
Ekki sannfærð/ur? Kíktu í heimsókn og fáðu að prófa.