Nú fer að hausta og allt komið á fullt aftur eftir góð sumarfrí og Covid frí. Þá er um að gera að skoða úrvalið í nýjasta tilboðsblaði Fossberg sem kemur út í dag. Smelltu hér til að skoða blaðið og kynna þér úrvalið.
Á forsíðuni er ekki ómerkilegra fyrirbæri en BAHCO bitabarinn, endaq eitthvað til í því núna og um að gera kíkja í heimsókn, skoða úrvalið og næla sér í bita.
Ef þú vilt vita hvaða bitar eru í barnum, má sjá frétt um það hér ->Smelltu til að skoða
Á forsíðunni má líka sjá þrennutilboð á ljósum frá Scangrip, bæði HEAD LITE A fyrir rafhlöður og FLASH PENCIL, sem er nettasta pennaljós sem við höfum séð, það er raunverulega jafn lítið og venjulegur kúlupenni.
Á fyrstu opnu er svo farið yfir það helsta í Scangrip vinnuljósum, en flest ljósin frá þeim hafa fengið uppfærslu síðan í fyrra og eru ýmist með betri rafhlöðu og díóðu eða aukinni vatnsvörn. Svo er nátturlega 2ára ábyrgð á ljósum frá þeim þannig að það er alveg morgunljóst hvaða vinnuljós þú ættir að fá þér.
Fossberg hefur lengi verið með eitt besta úrval landsins af vinnuhönskum og á því er engin breyting og septemberblaðinu eru flestir þeir hanskar sem góðir eru í kulda og bleytu settir fram, enda er það víst tíminn sem er framundan. Með þessu fylgir svo að sjálfsögðu brot af því besta í skóm og bluetoot-húfum.
Fossberg tilboðsblað er nátturlega ekkert án Metabo og í septemberblaðinu er annars vegar að finna góða Pick+Mix síðu og svo hinsvegar nokkrar klassískar græjur með snúru.
Nýjustu tækin á þessari opnu eru..
- 76mm Slíprokkur fyrir 18V
- Kolalaus Sverðsög með 32 mm slaglengd
- Hitabyssa 300°/500° fyrir 18V
- 10 Ah rafhlaða (splunkunýtt, laumuðum henni neðst í hornið)
- og þótt það sé ekki alveg nýtt, þá er markaðurinn enn að fatta hvað þetta er góð græja: Steinfræs MFE 40 með tvöfaldri eða þrefaldri skífu.
Á bakhliðinni er svo að sjálfsögðu eitthvað af stærri tækjum, enda fínt úrval hjá okkur af alskonar súluborvélum, fræsivélum, loftpressum og járnsmíðavélum ýmiskonar.
EN nóg um það, þú nennir ekki að lesa endalausan pistil um hvað þetta sé frábært blað, Smelltu hér og skoðað blaðið sjálf/ur.