Nýtt umboð – ISOtunes

Í vikunni tryggðum við okkur umboð á nýjum og byltingarkenndum heyrnahlífum, ISOtunes.

 

Nú eru loksins komnar alvöru EN352 vottaðar heyrnahlífar sem passa inn í eyrað. Engir sveittir eyrnasnepplar framar!!

Í fyrstu verða tvær týpur í boði

ISOtunes PRO EN352

og ISOtunes Xtra svört/gul

Appelsínugul eru vottuð samkvæmt EN352 staðli um heyrnahlífar á vinnumarkaði og eru með vottun fyrir 32 dB SNR, sem er með því besta sem þekkist á markaðnum í dag.

Svört/gul eru enn sem komið er eingöngu vottuð fyrir Amerískan markað samkvæmt OSHA (staðall Bandaríska vinnueftirlitsins) og eru vottaðar fyrir 27 dB NRR.

 

Bæði  heyrnatólin eru afhent í snyrtilegum umbúðum með öllum helstu upplýsingum vel merktum utaná.

Báðar heyrnahlífar loka algjörlega á öll ytri hljóð og eru með hljóðnema sem síar út öll stöðug umhverfishljóð þegar talað er í símann.

Hægt er að tengja tvö Bluetooth tæki í hverjar heyrnahlífar.

Smelltu hér til að skoða nánar ISOtunes PRO

Smelltu hér til að skoða nánar ISOtunes Xtra

 

ISOtunes er væntanlegt á lager strax eftir páska.