3 ára ábyrgð

Vissir þú að Metabo býður 3 ára ábyrgð á öllum sínum Lithium rafhlöðum?

Þetta á við um allar 12 og 18V Lithium rafhlöður frá Metabo. Og sitt lítið af ýmsum vélum virkar með þeim eins og sjá má hér > https://fossberg.webdev.is/voruflokkur/rafmagnsverkfaeri/metabo-pickmix/

Við myndum segja að þetta væri skilyrðislaust, en það er eitt lítið, en þó mjög sanngjarnt skilyrði:

Hýsingin verður að vera óbrotin.

  1. Okkur er sama hversu oft þú hefur hlaðið rafhlöðuna
    • eða hversu sjaldan þú hefur hlaðið hana (það er ekki mælt)
  2. Okkur er alveg sama þótt þú hafir gleymt henni útí bíl í steikjandi hita.
    • eða nístingskulda (sem er kannski líklegra og heldur ekki mælt)
  3. Okkur er meira að segja sama þótt þú hafir misst hana ofan af húsþaki
    • eða jafnvel ofaní poll (það er enginn sem kannar það)

Svo framarlega sem hýsingin er heil færðu nýja rafhlöðu í skiptum fyrir gallaða/ónýta í þrjú ár frá fyrstu kaupum upphaflegu rafhlöðunnar.

Það er fullt af sniðugri tækni sem liggur á bakvið þetta loforð, en það sem skiptir þig máli er að við tryggjum að þú sért með bestu mögulegu rafhlöðuna í allavega þrjú ár

ALVEG – SAMA – HVAÐ – GERIST

Ef það er erfitt að trúa þessu eða þú vilt vita eitthvað meir um tæknina smelltu þá hér> Metabo.com og kíktu hvað Metabo segir um þetta.

Það þarf kannski ekki að taka það fram, en sanna þarf kaup á rafhlöðunni þegar bætur eru sóttar.